XY STYRKUR

                                                                                    XY STYRKUR

Er 6.vikna styrktarnámskeið sem hentar öllum sem vilja styrkja sig og bæta tæknina í hnébeygju, réttstöðulyftu og pressum.(axlapressu/bekkpressu).

 Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Aðaláherslan verður á tækni og líkamsbeitingu í hnébeygju, réttstöðulyftu og pressum en þessar þrjár greinar reyna á langflesta vöðvahópa líkamans og byggja upp alhliða styrk.

Æfingarnar verða settar upp með áherslu á þessar hreyfingar en áamt því vinnum við líka með aðrar styrktaræfingar og kjarnaæfingar.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 2.september – einungis 10 pláss í boði

Æfingarnar verða 3x í viku 

Kl.18:45 þriðjudaga og miðvikudaga og kl.11:00 á laugardögum

hver tími er 75 mínútur í senn

Þjálfarar námskeiðsins eru Hjördís Ósk, yfirþjálfari og eigandi CFXY og Kári Walter.

Hjördís hefur verið viðloðandi líkamsrækt og þjálfun í yfir 13 ár. Hún byrjaði sem BootCamp þjálfari árið 2010 en færði sig svo yfir í CrossFit 2013. Síðan þá hefur hún verið yfirþjálfari, rekstrarstjóri og nú eigandi CFXY.

Hjördís er með BSc í íþróttafræði ásamt kennsluréttindum og er með þjálfararéttindi í CrossFit og BootCamp.

Ásamt þessu er keppnisferill Hjördísar langur en meðal annars fór hún fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótið í Olympískum lyftingum árið 2015. Hún hefur einnig keppt 4x sem hluti af liði á heimsleikana í Crossfit og 1x í einstaklingskeppni í 40-44 ára flokki.

Kári sér alfarið um Olympískar lyftingar innan XY og starfar einnig sem almennur þjálfari.

Kári er búinn að vera að þjálfa olympískar lyftingar síðan 2014 fyrst í Sporthúsinu og núna í XY .

Kári hefur lokið nokkrum námskeiðum í olympískum lyftingum hjá erlendum þjálfurum. Hann hefur meða annars verið þjálfari hjá Weightlifting 101 og hjá Coach Ma Weightlifting.


Kári heldur út Programmi sem heitir Walterstraining sem er fjarþjálfun sem bíður líka uppá einkatíma í Olympískum lyftingum og almennri styrktarþjálfun.

Einungis 10 pláss í boði!