Að byrja rétt
Við leggjum ríka áherslu á að allir þeir sem hafa ekki grunn í lyftingum eða hafa einfaldlega ekki hreyft sig í langann tíma skrái sig á Grunnnámskeið.
XY æfingarnar sameinar styrktar-, úthalds-, og liðleika-þjálfun og því er mikilvægt að líkaminn fái tækifæri til þess að aðlagast nýjum æfingum, hreyfingu og að hver og einn nái tökum á grunntækni æfinga sem við notumst við í okkar æfingakerfi.
Við byrjum rólega og leggjum mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu. Álagið er svo aukið jafnt og þétt milli vikna og með því fylgir aukið þrek sem undibýr þig undir áframhaldandi æfingar.
Grunnnámskeiðið er 2.vikna langt og æft er 3 sinnum í viku. Hver æfing er klukkutími í senn og er stýrt faglega af þjálfara.
Allar okkar æfingar eru settar uppí level og eftir 2 vikna námskeið þá ættir þú að vera tilbúin í almenna tíma,og getur þá valið úr fjölbreyttum tímum í stundaskránni okkar.
Hægt er að velja stakt námskeið eða námskeið + 1 mánuð
Einnig er val um að koma beint í 12 mánuða áskrift ( greitt mánaðarlega) og fá þá grunnnámskeiðið frítt með!
Næsta námskeið hefst 14.október og verður kennt
kl.07:00 þriðjudaga og fimmtudaga og kl.11:00 á laugardögum
eða kvöldnámskeið
kl.18:45 þriðjudaga, miðvikudaga og kl.17:30 föstudaga
Þú getur valið kvöld eða morgunnámskeið, ef þú ert í vaktavinnu þá geturu mætt stundum á morgnana og stundum á kvöldin
