
XY STYRKUR
Er 6.vikna styrktarnámskeið sem hentar öllum sem vilja styrkja sig og bæta tæknina í hnébeygju, réttstöðulyftu og pressum.
(axlapressu/bekkpressu).
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Aðaláherslan verður á tækni og líkamsbeitingu í hnébeygju, réttstöðulyftu og pressum en þessar þrjár greinar reyna á langflesta vöðvahópa líkamans og byggja upp alhliða styrk.
Æfingarnar verða settar upp með áherslu á þessar hreyfingar en áamt því vinnum við líka með aðrar minni styrktaræfingar og kjarnaæfingar.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 1.september – einungis 10 pláss í boði
Æfingarnar verða 3x í viku
nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur
hver tími er 75 mínútur í senn
Þjálfari námskeiðsins er Hjördís Ósk, yfirþjálfari og eigandi CFXY.
Með henni á þessu námskeiði mun Kári Walter kenna 1 tíma í viku.
Hjördís hefur verið viðloðandi líkamsrækt og þjálfun í yfir 13 ár. Hún byrjaði sem BootCamp þjálfari árið 2010 en færði sig svo yfir í CrossFit 2013. Síðan þá hefur hún verið yfirþjálfari, rekstrarstjóri og nú eigandi CFXY.
Hjördís er með BSc í íþróttafræði ásamt kennsluréttindum og er með þjálfararéttindi í CrossFit og BootCamp.
Ásamt þessu er keppnisferill Hjördísar langur en meðal annars fór hún fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótið í Olympískum lyftingum árið 2015. Hún hefur einnig keppt 4x sem hluti af liði á heimsleikana í Crossfit og 1x í einstaklingskeppni í 40-44 ára flokki.
Einungis 10 pláss í boði!