Hreyfingin í rútínu og þú í fyrsta sæti

4.vikna námskeið fyrir þá sem vilja styrkjast og koma hreyfingunni í almenna rútínu með skemmtilegum og fjölbreyttum æfingum.
Á námskeiðinu er farið í almennar styrktaræfingar, farið er í tækni í Olympískum lyftingum, einnig verður farið í almennar þolæfingar sem settar eru uppá fjölbreyttann hátt ( hjól, róður og fleiri æfingar með eigin líkamsþyngd)
Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa tekið grunnnámskeið og þeim sem hafa aldrei farið á grunnnámskeið.
Markmið námskeiðsins er að bæta styrk og þol og festa hreyfinguna í þinni daglegu rútínu.
Allar okkar æfingar eru settar uppí level þannig að hver og einn geti valið sitt level af æfingunni í takt við getu og form.
Næsta námskeið hefst í apríl og verða tímasetningar auglýstar þegar nær dregur